Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hjarta no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 líffæri sem dælir blóði um líkamann
 [mynd]
 
 www.fauna.is
 2
 
 form eins og á myndinni
 [mynd]
 3
 
 ein fjögurra sorta í spilum
  
orðasambönd:
 hjartað mitt
 
 ástin mín
 hafa/vera með hjartað á réttum stað
 
 vera góður í sér
 eiga hug og hjörtu <áhorfenda>
 
 falla áhorfendum vel í geð
 hafa ekki hjarta í sér til að <neita honum um þetta>
 
 geta ekki fengið sig til þess að neita honum um neitt
 hjartað tekur kipp
 
 hjartað slær auka slag
 hjartans <stúlkan mín>
 
 elsku stúlkan mín
 létta á hjarta sínu
 
 segja frá því sem íþyngir manni
 ljúka upp hjarta sínu fyrir <honum>
 
 gera hann að trúnaðarmanni sínum
 vinna hug og hjörtu <áhorfenda>
 
 vekja einlæga aðdáun áhorfenda
 þetta er eins og talað út úr mínu hjarta
 
 þetta er nákvæmlega það sem ég hugsa
 <fyrirgefa honum> af öllu hjarta
 
 fyrigefa honum af heilum hug
 <þetta fallega bros> bræðir hjarta <hans>
 
 þetta fallega bros snertir hann djúpt
 <honum> er <þetta> hjartans mál
 
 þetta á hug hans allan
 <mér> gengur <þetta> til hjarta
 
 ég tek þetta nærri mér
 <vera sammála honum> í hjarta sínu
 
 vera innilega sammála honum
 <þetta> kemur við hjartað í <honum>
 
 þetta snertir tilfinningar hans
 <mér> liggur <þetta> þungt á hjarta
 
 þetta hvílir mjög á mér
 <standa þarna> með hjartað í buxunum
 
 standa þarna skjálfandi af taugaóstyrk
 <tónlistin> stendur hjarta mínu næst
 
 mér þykir vænst um tónlistina
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík