Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hitt fn
 
framburður
 ábendingarfornafn
 form: hvorugkyn
 1
 
 hinn
 2
 
 vísar til eftirfarandi setningar eða setningarliðar
 dæmi: svo er hitt að þeir hafa enn ekki lokið verkinu
 dæmi: hitt er svo annað mál að þeim tekst örugglega að ljúka því fyrir haustið
 hitt og þetta
 
 ýmislegt
 dæmi: hún þurfti að kaupa hitt og þetta í búðinni
 oftar en hitt
 
 oftast nær, yfirleitt
 dæmi: vegurinn er nú sjaldan farinn og oftar en hitt ófær
 gera hitt
 
 óformlegt
 sofa hjá
 dæmi: Þórbergur skrifaði um að gera hitt og allir vissu hvað hann átti við
 (eða) hitt þó heldur
 
 (eða) þvert á móti
 dæmi: þetta var nú glæsileg frammistaða eða hitt þó heldur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík