Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hirða so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 halda (e-u) til haga, láta (e-ð) ekki glatast
 dæmi: hún hirðir stundum notaðan jólapappír
 dæmi: ætlar þú að hirða þennan pappakassa?
 hirða heyið
 
 taka heyið og koma því í hús
 2
 
 sækja (e-ð), fjarlægja (e-ð)
 dæmi: öskubíllinn kom og hirti ruslið
 dæmi: ég hirti dagblöðin upp af gólfinu í forstofunni
 3
 
 annast umhirðu (sína, e-s), þvo og snyrta (sig, e-ð)
 dæmi: íbúar hússins hirtu garðinn til skiptis
 dæmi: unglingarnir þurfa sjálfir að hirða fötin sín
 dæmi: hann hirðir sig ekki þegar hann er fullur
 4
 
 annast (búfénað), gefa honum mat o.s.frv.
 dæmi: bóndinn hirti skepnurnar
 5
 
 hirða + um
 skeyta um
 hirða ekki um <viðhald hússins>
 hirða ekki um að <svara símanum>
 hirtur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík