Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

heyra so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 nema hljóð með eyrunum
 dæmi: hundar heyra mjög vel
 dæmi: heyrðir þú símann hringja?
 dæmi: ég heyrði ekki hvað hann sagði
 2
 
 frétta (e-ð)
 dæmi: ég hef heyrt að þetta krem sé gott fyrir húðina
 dæmi: hann heyrði að ráðherrann væri á leið til útlanda
 hafa heyrt <þessu> fleygt
 
 hafa heyrt það sagt
 dæmi: ég hef heyrt því fleygt að hún ætli í doktorsnám
 3
 
 fá að heyra það
 
 fá gagnrýni, ávítur
 láta <hana> heyra það
 
 gagnrýna hana beint út
 4
 
 heyra + í
 
 a
 
 heyra í <honum>
 
 geta greint hljóð eða orð e-s
 dæmi: síminn hringdi en ég heyrði ekki í honum
 b
 
 heyra í <henni>
 
 hringja eða tala við hana (gjarnan til að fá upplýsingar)
 dæmi: það er best að heyra í bankanum varðandi svona lán
 dæmi: má ég heyra í þér í kvöld?
 5
 
 heyra + til
 
 vera viðeigandi, við hæfi, tilheyra
 dæmi: það heyrir til að hafa kerti á jólunum
 <þetta> heyrir til undantekninga
 
 dæmi: það heyrir til undantekninga að sveitarfélög skili hagnaði
 6
 
 heyra + undir
 
 vera á verksviði (e-s), vera viðfangsefni (e-s)
 dæmi: handritarannsóknir heyra undir stofnunina
 heyrast
 heyr
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík