Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

herða so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 gera hart/harðan
 dæmi: þetta er aðferð til að herða málminn
 2
 
 efla, styrkja
 dæmi: lögreglan hefur hert eftirlit á vegunum
 dæmi: hún herti takið á stýrinu
 dæmi: hann herti gönguna til þess að verða fremstur
 3
 
 herða sig
 
 keppast (við e-ð)
 dæmi: hertu þig, við höfum lítinn tíma
 4
 
 frumlag: þolfall
 <vindinn> herðir
 
 vindurinn eykst
 herða + að
 
 herða að
 
 festa (bandið/hnútinn) betur
 dæmi: hann vafði snærinu um staurinn og herti að
 herða + á
 
 herða á <beltinu>
 
 binda það fastar
 dæmi: ég herti á bandinu utan um pakkann
 herða á <reglunum>
 
 gera reglurnar strangari
 dæmi: búið er að herða á lögum um innflutning matvæla
 það herðir á <frostinu>
 
 frostið verður meira
 herða + upp
 
 herða sig upp
 
 sýna dug, beita sig sjálfsaga
 dæmi: ég ætla að herða mig upp í að fara í megrun
 herða upp hugann
 
 sýna kjark, þor
 dæmi: hún herti upp hugann og ávarpaði forsetann
 herðandi
 hertur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík