Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hella so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall
 láta (e-ð) renna úr (íláti) á e-n stað
 dæmi: ég hellti vatni á gólfið
 dæmi: þau helltu bjórnum í glösin
 hella <vökvanum> niður
 
 dæmi: lögreglan hellti niður ólöglegu áfengi
 hella (þessu) niður
 
 missa vökva niður
 dæmi: börnin eru alltaf að hella niður
 hella í sig
 
 drekka hratt
 dæmi: hún hellti í sig fjórum vínglösum
 2
 
 hella upp á
 
 búa til kaffi
 dæmi: hefur einhver hellt upp á?
 hella upp á <kaffi>
 
 búa til kaffi
 dæmi: ég ætla að hella upp á kaffi
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 hella sér yfir <hana>
 
 skamma hana ákaft, láta í ljós mikla reiði við hana
 dæmi: mamma hellti sér yfir bankastjórann
  
orðasambönd:
 hella úr skálum reiði sinnar
 
 láta í ljós reiði sína, ausa út reiði sinni
 hellast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík