Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

heimur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 veröldin, hinn óendanlegi alheimur
 dæmi: heimurinn er að þenjast út
 2
 
 allir staðir á jörðinni
 <fara> út í heim
 <ferðast> út um allan heim
 <þetta er þekkt> um allan heim
  
orðasambönd:
 koma í heiminn
 
 fæðast
 leggja heiminn að fótum sér
 
 öðlast frægð erlendis, vera dáður alls staðar
 lifa í sínum eigin heimi
 
 lifa úr tengslum við umhverfi sitt
 sigra heiminn
 
 öðlast frægð erlendis
 sýna <honum> í tvo heimana
 
 hóta honum
 vera í öðrum heimi
 
 vera úr tengslum við umhverfi sitt
 vera milli heims og helju
 
 vera hættulega veikur eða særður
 vita hvorki í þennan heim né annan
 
 vera rænulaus
 <besti pabbi> í heimi
 
 besti pabbi í allri veröldinni, undir sólinni
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík