Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

2 heill lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 óskaddaður
 dæmi: gamla borðið er alveg heilt
 2
 
 heilbrigður
 vera heill heilsu
 3
 
 allur í heild, óskertur, allur
 dæmi: heilt ár
 dæmi: hér er heill pakki af bréfaklemmum
 <gefa út ljóðin> í heilu lagi
 4
 
 hreinn og beinn, falslaus
 dæmi: hann hefur alltaf verið heill í pólitískri afstöðu sinni
  
orðasambönd:
 heilar tölur
 
 þ.e. ekki brotatölur
 geta ekki á heilum sér tekið
 
 vera alveg miður sín
 ganga ekki heill til skógar
 
 vera veikur
 vera heill á húfi
 
 vera óhultur, óskaddaður (en hefur e.t.v. verið í hættu)
 <ég skal hefna mín> að mér heilum og lifandi
 
 ég skal svo sannarlega hefna mín
 heilu og höldnu
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík