Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hátt ao
 
framburður
 1
 
 langt upp, langt uppi
 dæmi: kirkjan rís hátt
 dæmi: tunglið var hátt á lofti
 2
 
 með háværu hljóði
 dæmi: það heyrðist hátt í dyrabjöllunni
 hafa hátt
 
 vera með hávaða
 dæmi: hafðu ekki svona hátt, barnið sefur
 3
 
 hátt á <þriðju viku>
 
 næstum því þrjár vikur
 dæmi: hann var hátt á níræðisaldri þegar hann féll frá
 hátt í <hundrað manns>
 
 næstum því hundrað manns
 dæmi: það eru hátt í tveir kílómetrar í næsta þorp
 hátt skrifaður
 
 í miklum metum, virtur
 dæmi: hún er hátt skrifuð í bankanum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík