Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hár lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 sem nær hátt upp, sem er langur frá jörðu
 dæmi: hann er hár og grannur
 dæmi: hátt hús við enda götunnar
 dæmi: þau földu sig í háu grasinu
 vera ekki hár í loftinu
 
 vera lítill, lágvaxinn
 dæmi: hún var ekki há í loftinu þegar hún byrjaði að skrifa ljóð
 það er hátt til lofts <í húsinu>
 
 það er langt milli gólfs og lofts
 2
 
 (upphæð; laun; vextir)
 sem er margar krónur, mikill
 dæmi: þau hafa bæði háar tekjur
 3
 
 (staða, embætti)
 sem metorð fylgja, mikilvægur
 dæmi: hún er í hárri stöðu hjá bankanum
 4
 
 (hljóð)
 sem heyrist vel, af miklum styrk
 dæmi: hún talaði hárri röddu
 dæmi: hátt öskur kvað við
 hafa hátt
 
 dæmi: þið hafið svo hátt að ég get ekki einbeitt mér
 5
 
 (hljóð, tíðni)
 með miklum sveiflufjölda
 dæmi: hundar heyra hljóð af hærri tíðni en menn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík