Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

haus no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 höfuð
 2
 
 stór endi á grönnum hlut
 hausinn á <naglanum, hrífunni>
 3
 
 yfirskrift með stóru letri yfir dálki eða síðu í blaði, fyrirsögn
  
orðasambönd:
 fara á hausinn
 
 verða gjaldþrota
 fá <þetta> í hausinn
 
 fá það til baka aftur (óvelkomið)
 hengja haus
 
 vera niðurlútur
 setja undir sig hausinn
 
 gera sig kláran fyrir e-ð stórt/erfitt verkefni
 standa á haus í <hreingerningum>
 
 vera óskaplega önnum kafinn við hreingerningar
 vera á hausnum
 
 vera gjaldþrota, staurblankur
 vera upp fyrir haus í ritgerðum
 
 hafa mjög mikið að gera við ritgerðasmíð
 vita ekkert í sinn haus
 
 vita ekkert um neitt (sagt með fyrirlitningu)
 þekkja ekki/hvorki haus né sporð á <honum>
 
 vita ekkert um hann
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík