Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hanga so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 lafa niður fyrir áhrif þyngdaraflsins
 dæmi: kápan hangir á herðatré
 dæmi: málverk héngu á veggjunum
 2
 
 vera iðjulítill (einhversstaðar)
 dæmi: ég hékk á biðstofu læknisins í heilan klukkutíma
 dæmi: þau hanga oft á kaffhúsum niðri í bæ
 3
 
 rétt tolla (saman), vera að hruni kominn
 dæmi: gamli jakkinn hangir saman á saumunum
 dæmi: kofinn hangir varla uppi
 4
 
 fylgja (e-m) fast, vera stöðugt með (e-m)
 dæmi: barnið hékk í móður sinni í matarboðinu
 hangandi
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Jakkinn <i>hangir</i> á snaganum (ekki: jakkinn „hengur“ á snaganum).
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík