Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

2 halló uh
 
framburður
 1
 
 kveðja þegar hringt er, svarað í síma eða til að kanna símasamband
 dæmi: halló, get ég fengið samband við forstjórann?
 dæmi: halló, við hvern tala ég?
 dæmi: halló, heyrirðu í mér?
 2
 
 óhátíðleg kveðja, sæl/sæll
 dæmi: halló, gaman að sjá þig
 dæmi: halló krakkar, eru þá allir komnir?
 3
 
 kall til að vara við eða vekja athygli á e-u
 dæmi: halló, þið þarna, það er bannað að fara inn á lóðina
 dæmi: halló, heyrir einhver til mín?
 4
 
 innskotsorð á undan spurningu eða mótmælum við því sem er sagt eða gert
 dæmi: halló, ég var á undan þér í röðinni
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík