Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

halla so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall
 láta (e-ð) hallast, vera skakkt
 dæmi: hún hallaði glasinu svo að vatnið rann úr því
 dæmi: hann hallaði stiganum upp að veggnum
 halla hurðinni
 
 loka hurðinni (til hálfs)
 dæmi: hann kom inn á skrifstofuna og hallaði hurðinni
 halla undir flatt
 
 beygja höfuðið niður að öxlinni
 2
 
 halla sér
 
 leggjast niður, leggja sig
 dæmi: hann hallar sér oft í sófann eftir matinn
 3
 
 vera skakkur, ekki láréttur
 dæmi: landið hallar niður að vatninu
 4
 
 frumlag: þágufall
 degi hallar
 
 langt er liðið á daginn
 dæmi: sumri var tekið að halla þegar hann kom heim
 5
 
 það hallar undan fæti
 
 staðan eða ástandið versnar
 dæmi: í fyrra fór að halla undan fæti hjá bankanum
 6
 
 halla réttu máli
 
 segja ósatt
 7
 
 halla + að
 
 halla sér að <honum>
 
 leggja líkamann að honum; leita til hans um hjálp eða fyrirgreiðslu
 8
 
 halla + á
 
 halla á <hana>
 
 vera ósanngjarn (í viðskiptum við hana)
 það hallar á <hana>
 
 henni fer að ganga verr
 dæmi: eftir hálftíma leik fór að halla á lið heimamanna
 hallast
 hallandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík