Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

haldast so info
 
framburður
 beyging
 form: miðmynd
 1
 
 haldast í hendur
 
 a
 
 halda hönd í hönd
 dæmi: þau héldust í hendur í strætisvagninum
 b
 
 fara saman
 dæmi: falleg hönnun og hagstætt verð haldast þarna í hendur
 2
 
 vera stöðugt
 dæmi: góða veðrið hélst í tvo daga
 dæmi: bíllinn þarf að haldast stöðugur á veginum
 3
 
 frumlag: þágufall
 <honum> helst illa á <starfsfólki>
 
 hann getur ekki haldið því lengi
 dæmi: henni virðist haldast illa á eiginmönnum
 4
 
 haldast (ekki) við
 
 þola ekki vistina, dvölina
 dæmi: ég helst ekki við hér inni fyrir kulda
 dæmi: þau héldust ekki við í húsinu vegna draugagangs
 halda
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík