Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

halda so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall
 hafa tak (á e-u)
 dæmi: hún hélt barninu þétt að sér
 dæmi: haltu spýtunni fastri meðan ég saga
 dæmi: hann heldur fast í kaðalinn
 dæmi: við héldum öll á innkaupapokum
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 álíta, telja (e-ð) (tekur viðtengingarhátt ef so. fer á eftir)
 dæmi: hann hélt að brauðið væri búið
 dæmi: hvað heldur þú um þetta?
 ég held nú síður
 3
 
 leggja af stað, fara (eitthvert)
 dæmi: við héldum heimleiðis
 dæmi: þeir héldu á brott um fimmleytið
 4
 
 fallstjórn: þolfall
 framkvæma, hafa (boð, fund)
 dæmi: hún hélt mikla afmælisveislu
 dæmi: ráðstefnan var haldin í Svíþjóð
 5
 
 fallstjórn: þolfall
 fara eftir (e-u), standa við (e-ð), efna (t.d. loforð, samning)
 dæmi: hann hélt loforð sitt
 6
 
 fallstjórn: þágufall
 veita (e-u) viðnám, vera þétt (gagnvart vatni eða vindi)
 dæmi: þakið heldur ekki vatni
 7
 
 fallstjórn: þágufall
 hafa (e-ð) óbreytt, óhreyft
 dæmi: fyrirkomulaginu verður haldið óbreyttu
 dæmi: við ætlum að halda okkar gömlu venju
 halda hópinn
 
 vera saman í ódreifðum hóp
 8
 
 fallstjórn: þágufall
 halda <þessu> leyndu
 
 fara leynt með þetta
 9
 
 halda kjafti
 
 þegja
 halda sér saman
 
 þegja
 10
 
 halda sig <innandyra>
 
 vera innandyra, fara ekki út
 dæmi: fiskarnir halda sig á grunnsævi
 halda kyrru fyrir
 
 vera kyrr, fara ekkert
 dæmi: þau héldu kyrru fyrir í tjöldunum
 11
 
 halda sér <vel>
 
 halda útliti sínu og atgervi lítið breyttu
 dæmi: hún heldur sér ágætlega þótt hún sé orðin sjötug
 12
 
 halda + að
 
 fallstjórn: þágufall
 halda <honum> að verki
 
 sjá um að hann vinni, slóri ekki
 13
 
 halda + aftur af
 
 halda aftur af sér
 
 hafa hemil á sér, stilla sig
 14
 
 halda + á
 
 a
 
 halda á <skjalatösku>
 
 hafa hana í hendinni
 dæmi: hann heldur á pappakassa
 dæmi: hún hélt á vínglasi í hendinni
 b
 
 þurfa á <peningunum> að halda
 
 þarfnast peninganna
 þegar/ef á þarf að halda
 
 dæmi: lögreglan var viðbúin ef á þurfti að halda
 c
 
 halda vel á <peningunum>
 
 fara gætilega með þá
 d
 
 halda vel á spöðunum
 
 taka á málum með útsjónarsemi og skynsemi
 15
 
 halda + áfram
 
 halda áfram
 
 gera þetta áfram, fara áfram
 dæmi: þau héldu áfram uns stígurinn endaði
 halda <þessu> áfram
 
 fallstjórn: þágufall
 gera þetta áfram, gera áfram sama hlutinn
 dæmi: hann hélt áfram að skrifa
 dæmi: hún ætlar ekki að halda náminu áfram
 halda áfram með <frásögnina>
 <útsalan> heldur áfram
 
 útsalan er enn í gangi
 dæmi: heimsmeistarakeppnin heldur áfram á sunnudaginn
 16
 
 halda + eftir
 
 fallstjórn: þágufall
 halda <þessu> eftir
 
 láta frá sér allt nema þetta
 17
 
 halda + fram
 
 fallstjórn: þágufall
 halda <þessu> fram
 
 segja þetta sem staðreynd, fullyrða þetta
 dæmi: hún heldur því fram að þessi búð sé best
 dæmi: því er haldið fram að atvinnuleysi hafi minnkað
 ef fram heldur sem horfir
 
 ef framhaldið verður eins og útlit er fyrir
 18
 
 halda + framhjá
 
 halda framhjá <honum>
 
 eiga í ástarsambandi við annan en hann
 19
 
 halda + frá
 
 halda sig frá <áfengi>
 
 forðast áfengi
 dæmi: ég ætla að halda mig frá sykri í nokkrar vikur
 20
 
 halda + fyrir
 
 halda fyrir <munninn>
 
 hafa höndina fyrir munninum
 dæmi: hann hélt fyrir stútinn á garðslöngunni
 21
 
 halda + í
 
 halda í <handriðið>
 
 klemma fingurna um handriðið
 halda dauðahaldi í <hönd hennar>
 
 halda mjög fast í hana
 halda í vonina
 
 hafa enn von, missa ekki vonina
 22
 
 halda + með
 
 halda með <fótboltaliðinu>
 
 styðja liðið
 dæmi: með hverjum heldur þú í spurningakeppninni?
 23
 
 halda + niðri
 
 fallstjórn: þágufall
 halda niðri í sér hlátrinum
 
 bæla, kæfa hláturinn
 halda niðri í sér andanum
 
 stöðva andardráttinn um stund
 24
 
 halda + saman
 
 halda saman <reikningunum>
 
 hafa þá aðgengilega á einum stað
 25
 
 halda + til
 
 a
 
 halda til <þar>
 
 dvelja þar
 dæmi: hann hefur haldið til hjá vini sínum eftir skilnaðinn
 b
 
 halda sér til fyrir <honum>
 
 fegra sig fyrir hann
 26
 
 halda + upp á
 
 a
 
 halda upp á <afmælið sitt>
 
 fagna því með viðhöfn eða veislu
 b
 
 halda <mikið> upp á <leðurjakkann>
 
 hafa mikið dálæti á honum
 dæmi: mamma heldur mest upp á yngsta soninn
 27
 
 halda + uppi
 
 fallstjórn: þágufall
 a
 
 halda <henni> uppi
 
 sjá fyrir henni, vinna fyrir henni
 b
 
 halda uppi <blómlegu menningarlífi>
 
 halda því gangandi
 c
 
 halda uppi samræðum
 
 halda samræðunum gangandi
 28
 
 halda + utan um
 
 a
 
 halda utan um <hana>
 
 hafa handlegginn um hana
 dæmi: hann hélt fast utan um bakpokann sinn
 b
 
 halda utan um <verkefnið>
 
 hafa umsjón með verkefninu
 c
 
 halda fast utan um <peningana>
 
 vera tregur til að eyða þeim
 29
 
 halda + út
 
 halda <þetta> (ekki) út
 
 fallstjórn: þolfall
 hafa ekki þol eða eirð í sér, þola þetta (ekki)
 dæmi: hún hélt ekki út að hlusta á alla ræðuna
 dæmi: hann hélt út í fjóra mánuði í starfinu
 30
 
 halda + úti
 
 halda úti <tímariti>
 
 reka tímaritið, annast rekstur (útgáfu) þess
 31
 
 halda + við
 
 a
 
 halda við <spýtuna>
 
 hafa tak á henni svo að hún detti ekki eða færist
 b
 
 halda <húsinu> við
 
 fallstjórn: þágufall
 lagfæra og bæta húsið eftir þörfum
 c
 
 halda við <hana>
 
 hafa hana sem ástkonu, viðhald
 d
 
 <mér> heldur við <köfnun>
 
 frumlag: þágufall
 ég er alveg að kafna, mér liggur við köfnun
 haldast
 haldinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík