Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 hagur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 aðstæður, kringumstæður, velferð
 dæmi: hann skýrði vini sínum frá högum sínum
 dæmi: ég ákvað að forvitnast dálítið um hagi þeirra
 bera hag <hans> fyrir brjósti
 sjá hag sínum borgið <með þessu>
 
 dæmi: fyrirtækið sá hag sínum borgið með að flytja starfsemi sína út á land
 una hag sínum <vel>
 2
 
 ábati, hagsbætur
 sjá sér hag í <samruna fyrirtækjanna>
 <dómurinn> er <henni> í hag
  
orðasambönd:
 búa í haginn fyrir <framtíðina>
 
 undirbúa framtíðina
 <honum> gengur <allt> í haginn
 
 <honum> gengur <allt> vel
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík