Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

gæta so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: eignarfall
 1
 
 passa upp á (e-ð), passa (e-ð)
 dæmi: hún vinnur við að gæta barna
 dæmi: ég gæti hússins meðan þau eru í burtu
 dæmi: smalinn gætti sauðfjár í túninu
 dæmi: gættu þess að þér verði ekki kalt
 2
 
 viðhafa (e-ð), sýna (e-ð)
 dæmi: hann gætir hófs í hvívetna
 dæmi: gætið hreinlætis í eldhúsinu
 dæmi: hún hefur gætt ýtrustu þagmælsku
 3
 
 gá að (e-u), líta til (e-s)
 dæmi: það er margs að gæta við kaup á fasteign
 4
 
 verða vart (e-s)
 dæmi: það gætir ósamræmis í bókhaldinu
 dæmi: það var farið að gæta mikillar þreytu í fótboltaliðinu
 5
 
 gæta + að
 a
 
 sýna aðgát, vara sig (á e-u)
 dæmi: gættu að, þú ert að fella blómavasann
 dæmi: ef hún gætir ekki að sér verður hún rekin
 b
 
 gefa gaum að (e-u), taka eftir (e-u)
 dæmi: við skulum gæta vel að orðum forsetans
 aðgæta
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík