Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

græða so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 eignast peninga, hagnast fjárhagslega
 dæmi: hann græðir mikið á fyrirtækinu
 dæmi: mig langar að græða margar milljónir
 dæmi: þau hafa ekkert grætt á hótelrekstrinum
 2
 
 rækta (e-ð)
 dæmi: það þarf að græða landið á fleiri stöðum
 græða upp <sandinn>
 
 láta gróður vaxa á sandinum
 3
 
 græða <lítið> á <þessu>
 
 hafa lítið gagn af þessu
 dæmi: ég græddi ekki mikið á því að tala við hann
 það er <ýmislegt> á <bókinni> að græða
 
 það er ýmislegt gagn hægt að hafa af bókinni
 4
 
 láta (e-ð) gróa, lækna (e-ð)
 dæmi: læknirinn græddi sár hennar
 dæmi: það er hægt að græða nýtt hjarta í menn
 græðast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík