Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

grípa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 taka (e-ð), ná (e-u) með höndunum
 dæmi: gríptu boltann!
 dæmi: ég greip regnhlíf á leiðinni út
 dæmi: hann greip í handlegginn á henni
 dæmi: hún greip fyrir andlitið af skelfingu
 dæmi: skemmdarvargarnir voru gripnir af lögreglunni
 grípa í tómt
 
 ná engu
 dæmi: lögreglan greip í tómt því að þjófurinn var farinn
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 ná tökum á (e-m)
 dæmi: skyndileg gleði greip hana
 það grípur <mig> <hræðsla>
 3
 
 grípa + fram í
 
 grípa fram í
 
 trufla annan í tali með því að taka til máls
 dæmi: vertu svo vænn að grípa ekki fram í fyrir mér
 4
 
 grípa + inn í
 
 grípa inn í <deiluna>
 
 hafa afskipti af deilunni
 5
 
 grípa + í
 
 grípa í <prjónana>
 
 taka við og við fram prjónana
 dæmi: við grípum oft í spil á löngum vetrarkvöldum
 6
 
 grípa + niður
 
 grípa niður í <8. kafla>
 
 fara í 8. kafla og byrja að lesa þar (upphátt eða í hljóði)
 7
 
 grípa + til
 
 grípa til <hnífsins>
 
 taka fram hnífinn
 dæmi: lögreglan varð að grípa til táragassins
 grípa til <þess ráðs>
 
 nota það ráð, úrræði
 dæmi: ég greip til þess ráðs að hrópa á hjálp
 8
 
 grípa + um
 
 <skelfing> grípur um sig
 
 skelfing nær tökum á fólki
 dæmi: mikill fögnuður greip um sig í skólanum
  
orðasambönd:
 grípa andann á lofti
 
 taka andköf
 grípa gæsina meðan hún gefst
 
 nota tækifærið meðan það býðst
 grípandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík