Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

grein no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 langur, trékenndur útvöxtur á tré, trjágrein
 2
 
 lítil ritgerð, einkum í blaði eða tímariti, sem fjallar um tiltekið efni
 dæmi: grein um bókmenntir
 3
 
 nám og kennsla í tilteknu efni, námsgrein, fag
 dæmi: hún var hæst í þremur greinum á lokaprófinu
 4
 
 atriði í lista með samfelldum texta, t.d. í reglugerðum og lögum, lagagrein
 dæmi: 20. grein fjallar um tollamál
  
orðasambönd:
 gera grein fyrir <málinu>
 
 útskýra <málið>
 gera sér grein fyrir <ástandinu>
 
 skilja og þekkja ástandið
 taka <afsökunina> til greina
 
 samþykkja <afsökunina>
 vera á grænni grein
 
 vera vel á vegi staddur
 <þetta> kemur ekki til greina
 
 ... kemur ekki til mála, er útilokað
 <þessi lausn> kemur til greina
 
 ... er möguleg, kemur til álita
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík