Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

gera so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 hafa (e-ð) fyrir stafni, aðhafast (e-ð)
 dæmi: hvað ertu að gera?
 dæmi: hún gerði þetta ekki viljandi
 dæmi: við ætlum ekki að gera neitt sérstakt í kvöld
 dæmi: hvað get ég gert fyrir þig?
 gera eitthvað í málinu
 gera sitt besta
 gera sitt til að <hjálpa til>
 
 leggja sitt af mörkum, eiga þátt í að hjálpa til
 gera <mikið> af því að <ferðast>
 gerðu það (fyrir mig)
 
 í innilegri beiðni: vertu svo góður að ....
 dæmi: leyfðu mér að eiga hvolpinn, gerðu það
 hafa <lítið> að gera
 það er <mikið> að gera
 2
 
 búa (e-ð) til
 dæmi: hann hefur gert tvær kvikmyndir
 dæmi: hún gerir frábæra lifrarkæfu
 dæmi: hann gerði tvær villur á prófinu
 3
 
 starfa, hafa e-ð sem starf
 dæmi: hvað gerir pabbi hennar?
 dæmi: hann gerir ekki neitt, hann er atvinnulaus
 4
 
 láta (e-ð/e-n) verða (e-ð)
 dæmi: hún er að gera hann brjálaðan
 dæmi: þau gerðu eldhúsið stórglæsilegt
 dæmi: skvetta af ólífuolíu gerir matinn enn betri
 gera hreint
 5
 
 sem staðgengill fyrir aðra sagnliði
 dæmi: ég ætlaði að vökva garðinn en ég gerði það ekki
 dæmi: hana langaði að skamma drenginn en hún gat ekki gert það
 dæmi: hann prjónar stundum, hann gerir það sér til gamans
 6
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 valda (e-m) miska
 dæmi: hann hefur ekki gert mér neitt
 dæmi: hún gerði honum þann óleik að reykja inni
 7
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 hafa viss áhrif á (e-n)
 dæmi: þetta jurtate gerir þér gott
 8
 
 <honum> er gert að <greiða sekt>
 
 honum er fyrirskipað, hann er látinn greiða sekt (formlega, af yfirvaldi)
 dæmi: henni var gert að sæta geðrannsókn
 9
 
 það gerir <byl>
 
 bylur brestur á, það byrjar að hvessa með snjókomu
 dæmi: um kvöldið gerði mikið óveður
 10
 
 gera + að
 
 a
 
 gera <hana> að <framkvæmdastjóra>
 
 fá henni hlutverk framkvæmdastjóra
 b
 
 gera að fiski
 
 vinna að fiskinum (t.d. afhausa eða slægja hann)
 gera að <sárinu>
 
 búa um sárið
 c
 
 geta ekki að þessu gert
 
 eiga ekki sök á þessu, fá ekki við þetta ráðið
 dæmi: ég get ekki að því gert þó að fluginu hafi seinkað
 11
 
 gera + af
 
 a
 
 gera <eitthvað> af sér
 
 aðhafast eitthvað óleyfilegt
 dæmi: þeir segjast ekki hafa gert neitt af sér
 b
 
 hvað hef ég gert af <pennanum mínum>?
 
 hvar hef ég látið pennann minn?
 c
 
 <hann> veit ekki hvað <hann> á af sér að gera
 
 hann er ringlaður og veit ekki hvað hann á aðhafast
 12
 
 gera + á
 
 gera á sig
 
 kúka í bleyjuna/buxurnar
 13
 
 gera + fyrir
 
 gera sér lítið fyrir og <skora 10 mörk>
 
 skora 10 mörk með léttum leik, án fyrirhafnar
 14
 
 gera + í
 
 gera í því að <vera leiðinlegur>
 
 reyna að vera leiðinlegur, leggja sig fram um það
 15
 
 gera + með
 
 gera <ekkert> með <þetta>
 
 bregðast ekkert við þessu
 16
 
 gera + til
 
 a
 
 <þetta> gerir ekkert til
 
 þetta er allt í lagi
 dæmi: það gerir ekkert til þótt þú verðir svolítið seinn
 dæmi: fötin mín blotnuðu en það gerði ekkert til
 b
 
 gera sig til
 
 kalla á athygli e-s með útliti sínu eða látbragði
 dæmi: hún gerir sig til fyrir strákunum
 17
 
 gera + um
 
 það er um að gera
 
 það er mikilvægt, það á endilega (að ...)
 dæmi: það er um að gera að nýta tímann vel
 18
 
 gera + upp
 
 a
 
 gera upp <húsið>
 
 endurnýja húsið og koma því í nýtt og betra ástand, skipta um glugga, innréttingar o.þ.h.
 dæmi: íbúðin hefur verið gerð upp á smekklegan hátt
 b
 
 gera upp
 
 koma fjármálunum á hreint, borga reikninginn
 dæmi: við gerðum upp við þjóninn og fórum út
 c
 
 gera <þetta> upp við sig
 
 (reyna að) ákveða sig
 dæmi: ég gat ekki gert upp við mig hvor húfan væri flottari
 d
 
 gera sér upp <veikindi>
 
 þykjast vera veikur, uppdikta veikindi
 19
 
 gera + upp á milli
 
 gera upp á milli <þeirra>
 
 koma fram við þau af ójöfnuði, mismuna þeim
 dæmi: hún gerir ekki upp á milli barnanna sinna
 geta ekki gert upp á milli <þessara tveggja málverka>
 
 geta ekki ákveðið hvort sé álitlegra
 20
 
 gera + úr
 
 a
 
 gera saft úr <berjum>
 
 búa til saft úr því hráefni
 dæmi: hún gerði bát úr dagblaðinu
 b
 
 gera lítið úr <honum>
 
 lítillækka hann
 c
 
 gera <mikið> úr <vandamálinu>
 
 gera vandamálið stórt, þenja það út
 dæmi: hann gerði lítið úr bakveiki sinni
 d
 
 gera gott úr <öllu>
 
 bregðast við (neikvæðum) aðstæðum á jákvæðan hátt
 21
 
 gera + út
 
 gera út <bát>
 
 stunda útgerð á <bát>, eiga og reka <bát>
 22
 
 gera + út af við
 
 gera út af við <hana>
 
 drepa hana
 dæmi: fyrirlesarinn var að gera út af við mig af leiðindum
 23
 
 gera + út um
 
 gera út um <þetta>
 
 ákveða þetta, úrskurða um þetta
 dæmi: þeir ætluðu að gera út um deiluna með slagsmálum
 24
 
 gera + við
 
 a
 
 gera við <kranann>
 
 koma krananum í lag, lagfæra hann
 dæmi: hann gat ekki gert við kassettutækið
 b
 
 gera vel við <hana>
 
 sýna henni vinsemd og örlæti
 c
 
 geta <lítið> gert við <þessu>
 
 geta lítið við þetta ráðið
  
orðasambönd:
 gerðu svo vel
 
 sagt kurteislega þegar 1) e-r biður um e-ð 2) e-m er boðið að gera e-ð
 dæmi: má ég fá saltið? - gerðu svo vel
 dæmi: gerið þið svo vel að koma inn
 gerast
 gerður
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík