Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

gata no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 lagður vegur í bæ eða borg, stræti
 <leika sér> úti á götu
 <fara> út á götu/götuna
 <búa> í götunni
 <eiga heima> við götuna
 2
 
 rudd leið eða troðin af skepnum, óskýr vegur
  
orðasambönd:
 greiða götu <hans>
 
 veita honum aðstoð
 leggja stein í götu <hans>
 
 gera honum erfitt fyrir
 og þar fram eftir götunum
 
 og svo framvegis
 vera á götunni
 
 vera heimilislaus
 <ég hef haft áhuga á ættfræði> allar götur <frá því ég var barn>
 
 ég hef haft áhuga á ættfræði alveg frá barnæsku
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík