Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

ganga so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 komast áfram á fótunum
 dæmi: hún gengur alltaf í skólann
 dæmi: barnið er byrjað að ganga
 dæmi: við göngum oft okkur til hressingar
 dæmi: hermennirnir gengu í takt
 dæmi: gekkst þú ekki á jökulinn?
 ganga um gólf
 2
 
 (um vél, klukku, mótor o.fl.) starfa, virka
 dæmi: gamla úrið gengur ennþá
 3
 
 (um samgöngutæki) vera í reglulegum ferðum
 dæmi: bátur gengur reglulega út í eyna
 dæmi: strætó hættir að ganga á miðnætti
 4
 
 ganga langt
 
 teygja sig langt, gera of mikið (af e-u)
 dæmi: hún gengur of langt í þjálfun líkamans
 5
 
 hafa vissan framgang, takast, heppnast
 a
 
 frumlag: nefnifall
 dæmi: hvernig gengur?
 dæmi: verkið hefur gengið ágætlega
 dæmi: hreinsunarstarfið gekk vel
 b
 
 frumlag: þágufall
 dæmi: honum gekk vel í prófinu
 dæmi: hvernig gengur þér?
 dæmi: mér gengur hægt með ritgerðina
 6
 
 vera nógu gott, vera viðunandi
 dæmi: það gengur ekki að hann mæti alltaf of seint
 7
 
 ganga + að
 
 ganga að eiga <hana>
 
 ganga í hjónaband með <henni>, giftast <henni> (oftast notað um karlmann)
 ganga að <skilmálunum>
 
 beygja sig undir, samþykkja skilmálana
 8
 
 ganga + af
 
 það gengur <hálfur metri> af
 
 hálfur metri verður afgangs
 dæmi: það gekk ekki einn biti af steikinni
 ganga af <honum> dauðum
 
 drepa hann
 dæmi: hann er að ganga af mér dauðri með þessum kvörtunum
 9
 
 ganga + aftur
 
 ganga aftur
 
 vera á sveimi sem draugur
 10
 
 ganga + á
 
 a
 
 ganga á <hana>
 
 spyrja hana ákveðið, stöðugt
 b
 
 ganga á <birgðirnar>
 
 taka af birgðunum
 það gengur á <eldsneytið>
 
 eldsneytið eyðist
 c
 
 það gengur <mikið> á
 
 það er mikið um að vera
 dæmi: hvað gengur hér á?
 dæmi: það gekk mikið á í íþróttahöllinni á laugardaginn
 11
 
 ganga + (á) eftir
 
 ganga á eftir <honum>
 
 a
 
 fylgja honum eftir, fara í kjölfar hans
 b
 
 knýja á hann, biðja hann mikið (um e-ð)
 dæmi: ég þurfti ekki að ganga lengi á eftir henni að koma með mér í leikhús
 12
 
 ganga + á milli
 
 ganga á milli <þeirra>
 
 hindra áflog þeirra
 13
 
 ganga + eftir
 
 <þetta> gengur eftir
 
 þetta verður, rætist
 dæmi: hana hafði lengi dreymt um að fara til Sviss og það gekk eftir
 14
 
 ganga + fram
 
 a
 
 ganga hart fram
 
 sýna dug, góða framgöngu
 dæmi: foreldrarnir gengu hart fram í því að leikvöllurinn yrði lagfærður
 b
 
 <þetta> nær fram að ganga
 
 þetta nær í gegn, er samþykkt
 dæmi: frumvarpið náði ekki fram að ganga
 c
 
 <nesið> gengur fram <í fjörðinn>
 
 nesið skagar fram/út í fjörðinn
 15
 
 ganga + fram af
 
 ganga fram af <henni>
 
 gera hana hneykslaða og forviða
 dæmi: hann gekk fram af mér með þessu tali
 16
 
 ganga + fram hjá
 
 ganga fram hjá <honum>
 
 gefa honum ekki tækifæri, sniðganga hann
 dæmi: þegar skáldverk eru tilnefnd má ekki ganga fram hjá þessum ágæta höfundi
 17
 
 ganga + frá
 
 a
 
 ganga frá
 
 láta allt á sinn stað, koma öllu í lag
 dæmi: við gengum frá eftir matinn
 dæmi: það á eftir að ganga frá í eldhúsinu
 ganga frá <þessu>
 
 láta þetta á sinn stað, koma þessu í rétt horf
 dæmi: hann gekk vel frá verkfærunum
 dæmi: hún gekk frá pappírunum eftir sig
 dæmi: það á eftir að ganga frá samningnum
 dæmi: festið saman peysuna og gangið frá öllum endum
 frágenginn
 ganga frá lausum endum
 
 ljúka öllum þáttum máls
 b
 
 ganga frá <honum>
 
 gjörsigra hann, láta hann liggja (eftir t.d. áflog)
 18
 
 ganga + fyrir
 
 a
 
 ganga fyrir (öðrum)
 
 hafa forgang, mega fara fyrstur
 dæmi: nemendur með góðar einkunnir ganga fyrir
 dæmi: þau létu baðherbergið ganga fyrir öðrum innréttingum
 b
 
 bíllinn gengur fyrir <rafmagni>
 
 bíllinn notar rafmagn sem eldsneyti
 19
 
 ganga + í
 
 a
 
 ganga í <svona fötum>
 
 nota svona föt
 dæmi: hún gengur alltaf í gallabuxum
 b
 
 ganga í <málið>
 
 snúa sér að því að leysa málið
 20
 
 ganga + í gegnum
 
 ganga í gegnum <erfiða reynslu>
 
 upplifa erfiða reynslu
 dæmi: hann hefur þurft að ganga í gegnum margt um dagana
 21
 
 ganga + nærri
 
 ganga nærri sér
 
 leggja of mikið á sig
 dæmi: hún hefur gengið mjög nærri sér með allri þessari vinnu
 22
 
 ganga + til
 
 <honum> gengur gott eitt til
 
 hann hafði gott eitt í hyggju
 hvað gengur <henni> til?
 
 hvað hefur hún í hyggju? hver er tilgangur hennar (með þessu)?
 dæmi: hver var þessi maður og hvað gekk honum til?
 23
 
 ganga + um
 
 ganga <hljóðlega> um (húsið)
 
 hegða sér, fara hljóðlega
 dæmi: gestir eru beðnir að ganga snyrtilega um
 24
 
 ganga + upp
 
 <dæmið> gengur upp
 
 tölurnar í dæminu stemma
 dæmi: það var erfitt að láta rekstrarreikningana ganga upp
 <þetta> gengur (ekki) upp
 
 þetta hentar (ekki), passar (ekki)
 dæmi: það gengur ekki upp að allir séu í fríi í júlí
 25
 
 ganga + út
 
 <varningurinn> gengur út
 
 hann selst
 26
 
 ganga + út á
 
 <kenningin> gengur út á <þetta>
 
 kenningin felur þetta í sér, þetta er aðalinntak kenningarinnar
 27
 
 ganga + út frá
 
 ganga út frá <þessu>
 
 gera ráð fyrir þessu, búast fyrirfram við þessu
 dæmi: námsefnið gengur út frá vissri kunnáttu nemenda
 28
 
 ganga + úti
 
 ganga úti
 
 (um kindur og hesta) vera stöðugt utandyra
 dæmi: hestarnir ganga úti
 29
 
 ganga + yfir
 
 a
 
 <óveðrið> gengur yfir
 
 óveðrinu linnir
 dæmi: þeir fóru ekki út fyrr en veðrið var gengið yfir
 b
 
 <flóðbylgja> gengur yfir <landið>
 
 flóðbylgja fer yfir landið
 c
 
 það gekk (alveg) yfir <mig>
 
 ég fylltist undrun og vandlætingu, ég var alveg gáttuð
 gangast
 genginn
 gangandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík