Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

færi no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 heppilegar aðstæður, tækifæri, möguleiki
 fá færi á að <útskýra málið>
 fá færi á <honum>
 gefa (ekki) færi á sér
 gefa <honum> færi á að <hugsa málið betur>
 komast í færi við <ráðherrann>
 leita færis að <hitta hana>
 setja/sitja sig ekki úr færi að <nefna þetta>
 
 nota hvert tækifæri
 sæta færi(s) að <tala við hana>
 2
 
 vegalengd skots, næg skotvegalengd
 dæmi: hún kastaði boltanum af 5 metra færi
 skjóta <gæsina> á færi
 
 skjóta gæsina úr ákveðinni fjarlægð
 3
 
 lína með öngli (önglum) á til að veiða fisk sem sökkt er lóðrétt niður
 4
 
 færð (til göngu eða á vegum)
 dæmi: það er mikill snjór og þungt færi
  
orðasambönd:
 <slíkt starf> er ekki á <allra> færi
 
 ekki getur hver sem er unnið slíkt starf
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík