Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

færast so info
 
framburður
 beyging
 form: miðmynd
 1
 
 flytjast til, breyta um stað
 dæmi: áin hefur færst aðeins sunnar
 dæmi: raddirnar færðust stöðugt nær
 2
 
 koma yfir (e-n/e-ð)
 dæmi: breitt bros færðist yfir andlit hennar
 aldurinn færist yfir <hana>
 
 hún verður eldri, eldist
 3
 
 færast undan <þessu>
 
 koma sér undan þessu, frábiðja sér þetta
 dæmi: hann færðist undan því að stjórna fundinum
  
orðasambönd:
 færast mikið í fang
 
 fara í mikla framkvæmd, leggja í stórt verkefni
 dæmi: honum hættir til að færast of mikið í fang
 <eldgosið> færist í aukana
 
 það eykst, verður meira
 dæmi: inflúensan hefur færst í aukana að undanförnu
 <endurvinnsla> færist í vöxt
 
 hún eykst, verður almennari, algengari, útbreiddari
 dæmi: það færist í vöxt að hótel bjóði gestum upp á skoðunarferðir
 færa
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík