Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fyrri lo
 
framburður
 beyging
 form: miðstig
 1
 
 sem er á undan (af tveimur), fyrstur af tveimur
 dæmi: þarna er fyrri kona hans
 dæmi: fyrri hluti leikritsins er frekar daufur
 dæmi: fyrra svarið er rétt
 verða fyrri til
 
 dæmi: hann varð fyrri til að skjóta af byssunni
 2
 
 sem var áður
 dæmi: ég hef ekki heyrt fyrri plötur hennar, bara þessa
 dæmi: í viðtalinu greindi hann frá fyrri störfum sínum
  
orðasambönd:
 <hann er ekki nískur> fremur en fyrri daginn
 
 ekki nískur fremur en venjulega
 fyrstur
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Orðið <i>fyrri</i> er miðstig lýsingarorðs sem ekki er til í frumstigi. Efsta stig: <i>fyrsti</i>. Í aukaföllum (þ.e. þolfalli, þágufalli og eignarfalli) karlkyni eintölu er eldri beyging <i>fyrra</i>, nú er hins vegar algengara að orðið sé eins í öllum föllum í kk. et.: <i>fyrri</i>. <i>Hann fór af fyrri fundinum.</i>
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík