Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fyrning no kvk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: fyrn-ing
 1
 
 lögfræði
 það að réttindi falla niður eða missa réttarvernd sína
 dæmi: héraðsdómur vísaði bótakröfunni frá vegna fyrningar
 2
 
 afskriftir
 dæmi: árleg fyrning var að lágmarki 4,5%
 3
 
 einkum í fleirtölu
 hey eða annað frá fyrra ári eða árum
 dæmi: fyrningar komu að góðum notum í hörðu árferði
 4
 
 það að gera eitthvað fornlegt, t.d. að fyrna mál sitt
 fyrna
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Athugið sérstaklega að eignarfall eintölu orðsins <i>fyrning</i> er <i>fyrningar</i> en ekki „fyrningu“ og eignarfall eintölu með greini er <i>fyrningarinnar</i> en ekki „fyrningunnar“.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík