|
framburður |
| 1 |
|
| fallstjórn: þágufall | | um fyrirstöðu eða hindrun, e-ð sem hylur | | dæmi: færðu bílinn, hann er fyrir mér | | dæmi: það eru þykkar gardínur fyrir gluggunum |
|
| 2 |
|
| fallstjórn: þágufall | | um stefnuafstöðu | | dæmi: skipin eru á veiðum fyrir mynni fjarðarins |
|
| 3 |
|
| fallstjórn: þágufall | | um forystu | | dæmi: sendiherrann er fyrir samninganefndinni |
|
| 4 |
|
| fallstjórn: þolfall | | um tímaafstöðu, á undan tilteknum tíma | | dæmi: námskeiðinu lýkur fyrir jól |
|
| 5 |
|
| fallstjórn: þágufall | | um tímaákvörðun í fortíðinni | | dæmi: hvenær hringdi hún síðast? - fyrir nokkrum dögum |
|
| 6 |
|
| fallstjórn: þolfall | | um samfellda röð | | dæmi: við fórum yfir öll rökin, lið fyrir lið |
|
| 7 |
|
| fallstjórn: þolfall | | í þágu eða óþágu e-s, e-m (ekki) til gagns | | dæmi: kennslubók fyrir byrjendur | | dæmi: kauptu fyrir mig eina gosflösku | | dæmi: efnið er skaðlegt fyrir umhverfið |
|
| 8 |
|
| fallstjórn: þolfall | | með tilliti til, gagnvart | | dæmi: æfingin er erfið fyrir yngstu börnin | | dæmi: það er hentugt fyrir mig að taka strætó |
|
| 9 |
|
| fallstjórn: þolfall | | um ástæðu, orsök | | dæmi: ég komst að þessu fyrir tilviljun | | dæmi: hann fékk vinnu fyrir algera heppni |
|
| 10 |
|
| fallstjórn: þágufall | | um ástæðu, orsök | | dæmi: það heyrðist ekkert í símanum fyrir hávaða frá bílunum |
|
| 11 |
|
| fallstjórn: þolfall | | í samböndum um kaup/sölu og endurgjald | | dæmi: hann vonast til að fá gott verð fyrir bílinn | | dæmi: ég keypti málverkið fyrir stórfé |
|
| 12 |
|
| fallstjórn: þolfall | | í stað e-s | | dæmi: hver getur kennt fyrir þig í fríinu? |
|