Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fylking no kvk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: fylk-ing
 1
 
 hópur sem fylgir vissum skoðunum eða stjórnmálastefnu
 dæmi: það eru átök milli fylkinga í landinu
 stríðandi fylkingar
 
 hópar sem eiga í erjum eða átökum
 <vera> í broddi fylkingar
 
 vera fremstur
 2
 
 hópur fólks á ferð
 dæmi: fylking leikskólabarna fór inn í strætisvagninn
 dæmi: fánaberinn fór fremst í fylkingunni
 3
 
 líffræði
 liður sem er ofarlega í flokkunarkerfi í náttúrufræði, fyrir neðan ríki (t.d. dýraríkið) en fyrir ofan flokk og ætt
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Athugið sérstaklega að eignarfall eintölu orðsins <i>fylking</i> er <i>fylkingar</i> en ekki „fylkingu“ og eignarfall eintölu með greini er <i>fylkingarinnar</i> en ekki „fylkingunnar“.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík