Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fylgja so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 fara með (e-m), veita (e-m) samfylgd
 dæmi: hann fylgir dóttur sinni alltaf í skólann
 dæmi: hún fylgdi gestinum út að dyrum
 fylgja <ritinu> úr hlaði
 
 veita ritinu upphafskynningu, kynna ritið í byrjun
 2
 
 fara eftir, hlýða, hlíta (e-u)
 dæmi: hún fylgdi fyrirmælum læknisins
 dæmi: við fylgdum leiðarvísinum með tækinu
 dæmi: ef þú fylgir kortinu villistu ekki
 dæmi: þær reyna að fylgja tískunni
 3
 
 sýna (e-u/e-m) stuðning (í máli)
 dæmi: hún hefur alltaf fylgt sama flokknum
 4
 
 koma með (e-u), vera samfara (e-u)
 dæmi: mikill hósti fylgir veikinni
 dæmi: stór bæklingur fylgdi þvottavélinni
 dæmi: orðum ráðherra fylgir ábyrgð
 5
 
 fylgja + eftir
 
 a
 
 fara á eftir (e-m), elta (e-n)
 dæmi: hópurinn fylgdi leiðsögumanninum eftir
 dæmi: hún fylgdi honum eftir í laumi
 b
 
 grípa, meðtaka (e-ð)
 dæmi: fyrirlesarinn talaði svo hratt að ég gat ekki fylgt honum eftir
 c
 
 fylgja <málinu> eftir
 
 tryggja að málinu sé sinnt, sjá um eftirfylgni
 dæmi: foreldrar þurfa að fylgja því eftir að börnin læri heima
 6
 
 fylgja + með
 
 koma með (e-u), vera í sama pakka (og e-ð)
 dæmi: gosflaska fylgir með öllum pitsum
 dæmi: þessi hjálmur fylgdi með reiðhjólinu
 fylgjast
 fylgjandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík