Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

frysta so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 setja (e-ð) í frost, láta (e-ð) frjósa
 dæmi: brauðið geymist lengur ef þú frystir það
 dæmi: búið er að frysta 1200 tonn af síld
 2
 
 láta (e-ð) vera óbreytt, kyrrsetja (e-ð)
 dæmi: bankinn hefur fryst allar innistæður
 dæmi: ráðherrann vill frysta eigur auðmannsins
 3
 
 stöðva hreyfimynd, t.d. á tölvuskjá, gera hana kyrra
 dæmi: þegar myndbönd eru sýnd er hægt að frysta myndina og skoða einstök atriði betur
 frystur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík