Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

framar ao
 
framburður
 form: miðstig
 1
 
 oftast með neitun
 eftir þennan tíma, aftur
 aldrei framar
 
 dæmi: hún ætlar aldrei framar að versla þarna
 ekki framar
 
 dæmi: hann er orðinn gamall og fer ekki framar í fjallgöngur
 2
 
 á undan
 framar öðru
 
 frekar en annað
 dæmi: hún er stjórnmálamaður framar öðru
 framar öllu
 
 frekar en allt annað
 dæmi: ég vil framar öllu klára verkið á réttum tíma
 3
 
 fyrr í röð
 dæmi: hann stendur framar í biðröðinni en ég
 dæmi: myndin er framar í bókinni
 fremst
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík