Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fótfesta no kvk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: fót-festa
 öruggur staður það sem hægt er að standa á fætinum án þess að renna
  
orðasambönd:
 missa fótfestuna
 
 1
 
 renna af þeim stað sem maður hefur tyllt fæti
 dæmi: fjallgöngumaðurinn missti fótfestuna og féll nokkra metra
 2
 
 yfirfærð merking
 vera án stefnu og markmiðs, hafa ekki lengur neitt að styðja sig við
 dæmi: hún missti fótfestuna í lífinu eftir að móðir hennar lést
 <þessi sjónarmið> hafa náð fótfestu <í landinu>
 
 skoðunin hefur náð að skjóta rótum og breiðast út
 dæmi: erlendar glæpaklíkur hafa náð fótfestu í borginni
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík