Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fórna so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 færa fórn til að þóknast guðunum
 dæmi: lömbum var fórnað á páskunum
 2
 
 leggja fram e-ð sem maður á, færa fórn
 dæmi: hún vill ekki fórna fjöldskyldulífinu fyrir vinnuna
 dæmi: hann hefur fórnað öllu fyrir ástina
 fórna lífi sínu / lífinu
 
 dæmi: hermennirnir fórnuðu lífinu í styrjöldinni
 fórna sér
 
 leggja fram krafta sína án endurgjalds
 3
 
 fórna höndum
 
 rétta hendurnar til himins
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík