Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

flækjast so info
 
framburður
 beyging
 form: miðmynd
 1
 
 fara í flækju
 dæmi: hún gætti þess að þræðirnir flæktust ekki saman
 dæmi: fóturinn á honum flæktist í borðdúknum
 dæmi: fjármál hans voru mjög tekin að flækjast
 2
 
 dragast inn í (e-ð)
 dæmi: ég ætlaði ekki að flækjast inn í þessa deilu
 3
 
 þvælast, vera á flækingi
 dæmi: hann flæktist á milli bæja og sníkti mat
 dæmi: ísbirnir flækjast stundum hingað til lands
 flækjast fyrir
 
 vera fyrir (e-m), vera til trafala, truflunar
 dæmi: þetta víða pils flæktist fyrir henni
 dæmi: þessi þingmaður flækist bara fyrir flokkssystkinum sínum
 flækja
 flæktur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík