Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fljúga so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fara um loftið á vængjum
 dæmi: fuglinn flaug yfir skipinu
 dæmi: fiðrildi flugu innan um blómin
 dæmi: við flugum til Spánar
 það er flogið <daglega> <til Parísar>
 2
 
 hafa hraða framvindu
 dæmi: húsbyggingin flýgur áfram
 tíminn flýgur
 
 tíminn líður (of) hratt
 tíminn flýgur frá <mér>
 
 tími minn er að renna út
 3
 
 frumlag: þágufall
 <mér> flaug <þetta> í hug
 
 ég fékk þessa hugmynd, mér datt þetta í hug
 dæmi: honum flaug í hug að búa til kastala úr pappakössum
 4
 
 <þetta> hefur flogið fyrir
 
 það er orðrómur um þetta, þetta er sagt
 dæmi: það hefur flogið fyrir að hún ætli að flytja úr landi
 fljúgandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík