Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fljóta so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 haldast yfir vatnsborði
 dæmi: báturinn flýtur á vatninu
 dæmi: stórir ísjakar flutu á hafinu
 dæmi: brak úr skipinu flaut upp að ströndinni
 2
 
 (um vatn, bleytu) vera hvarvetna, flæða
 dæmi: vatnið flaut um allt gólf
 dæmi: vegurinn flýtur í vatni
 augu <hennar> fljóta í tárum
 það flýtur allt í blóði
 það flýtur yfir <baunirnar>
 
 vatnið hylur þær í pottinum
 3
 
 fljóta + með
 
 fá að fljóta með
 
 vera tekinn með
 dæmi: nokkur gömul lög fengu að fljóta með á nýju plötunni hans
 fá að fljóta með <henni>
 
 fara samferða henni (gjarnan í bíl)
 dæmi: ég fékk að fljóta með þeim hálfa leiðina til borgarinnar
 láta <þetta> fljóta með
 
 taka þetta með
 dæmi: hún lét litla vísu fljóta með í sendibréfinu
 fljótandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík