Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fletta so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 skipta um síðu í blaði eða bók
 dæmi: ég fletti nokkrum tímaritum á biðstofu læknisins
 2
 
 svipta (e-u eitthvert), taka (e-ð) ofan af e-u
 dæmi: hún fletti niður nælonsokknum
 dæmi: hann fletti fitulaginu af kjötinu
 fletta <sig> klæðum
 
 klæða sig úr fötunum
 3
 
 fletta + ofan af
 
 fletta ofan af <hneykslinu>
 
 afhjúpa <hneykslið>
 dæmi: rannsóknin hefur flett ofan af fjársvikamálinu
 4
 
 fletta + upp
 
 fletta upp <orði>
 
 gá að <orði> í uppflettiriti
 dæmi: hann fletti upp sjö orðum í orðabókinni
 dæmi: prófaðu að fletta honum upp í símaskránni
 flettast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík