Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fjör no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 þróttur og lífskraftur
 vera í fullu fjöri
 
 vera við góða heilsu
 það er mikið fjör í <honum>
 <augun leiftra> af fjöri
 2
 
 gleðskapur
 dæmi: það var geggjað fjör á ballinu
 halda uppi fjöri/fjörinu <á ballinu>
 
 vera sá eða sú sem sér til þess að allir skemmti sér
 það er líf og fjör <á heimilinu>
 
 það er mikið um að vera
  
orðasambönd:
 eiga fótum fjör að launa
 
 komast undan með því að hlaupa
 það færist fjör í leikinn
 
 það lifnar yfir hlutunum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík