Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fjöldi no kk
 
framburður
 beyging
 það hversu margt e-ð er
 dæmi: hún skrifaði fjölda skáldsagna
 dæmi: lögreglunni barst mikill fjöldi ábendinga
 dæmi: mikill fjöldi var samankominn á torginu
 fjöldi manns
 fjöldi fólks
 fjöldinn allur af <börnum>
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Orðið <i>fjöldi</i> vísar til margra þótt það standi sjálft í eintölu. Beygingin miðast við form orðsins, þ.e. eintöluna, fremur en merkingu þess. <i>Fjöldi skipa fékk góðan afla</i> (ekki: „fjöldi skipa fengu góðan afla“). Orðið er ritað <i>fjöldann</i> í þolfalli eintölu með greini.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík