Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fjöður no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 létt og ílöng eining í fjaðraham fugls, gerð af af holu röri með þéttum hárröðum til beggja hliða
 [mynd]
 
 www.fauna.is
 2
 
 gormur t.d. í dýnu eða klukku
 3
 
 stálblað í fjöðrunarbúnaði bifreiðar
 dæmi: búið er að skipta um fjaðrir í bílnum
  
orðasambönd:
 draga fjöður yfir <yfirsjónir hans>
 
 dylja mistök hans
 fjöður í hattinn
 
 e-ð sem fyllir mann stolti, upphefð
 dæmi: með verðlaununum fékk rithöfundurinn enn eina fjöður í hattinn
 skreyta sig með stolnum fjöðrum
 
 eigna sér verk annarra
 vera/verða fjöðrum fenginn
 
 verða mjög glaður
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík