Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fjarri fs/ao
 
framburður
 langt frá, ekki nálægur
 dæmi: hann var fjarri þegar gesturinn kom
 dæmi: kofinn stendur fjarri mannabyggðum
 dæmi: leikkonan lifir rólegu lífi fjarri sviðsljósinu
 halda sig fjarri
 vera fjarri góðu gamni
 
 missa af einhverju (skemmtilegu)
 vera illa fjarri
 
 vera fjarverandi og það kemur sér illa
 dæmi: hún var illa fjarri þegar verðlaunin voru veitt
 það er fjarri sanni
 
 það er langt frá því að vera satt
 því fer fjarri
 
 það er langt frá því að vera rétt
 það er <mér> fjarri skapi
 
 ég geri það mjög ógjarnan
 taka <því> fjarri
 
 neita því algerlega
 fjær
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík