Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fingur no kk
 
framburður
 beyging
 lítill útlimur á hendi framan við handarbak og lófa
  
orðasambönd:
 fetta fingur út í <orðalagið>
 
 gagnrýna það
 kunna <þetta> upp á sína tíu fingur
 
 kunna það til fullnustu
 leika við hvern sinn fingur
 
 vera í mjög góðu skapi
 sjá í gegnum fingur við <hana>
 
 sýna henni umburðarlyndi, fyrirgefa henni mistök
 vefja <honum> um fingur sér
 
 beita áhrifavaldi sínu á hann
 vera með græna fingur
 
 ganga vel að rækta blóm og gróður
 <spila á píanó> af fingrum fram
 
 leika á píanó án þess að fara eftir nótum; spinna upp lagið jafnóðum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík