Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

ferð no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 það að ferðast, ferðalag
 fara allra sinna ferða
 
 fara frjáls og óheftur þangað sem maður ætlar, komast um
 dæmi: hún fer allra sinna ferða í leigubíl
 ferðinni er heitið <norður í land>
 
 áfangastaðurinn er norðurland
 gera sér ferð <í blómabúðina>
 
 fara sérstaklega í blómabúðina
 góða ferð!
 hvert er ferðinni heitið?
 
 hvert ertu að fara?
 taka sér ferð á hendur
 
 fara í ferðalag
 vera mikið á ferðinni
 
 vera sífellt að fara eitthvert
 vera frjáls ferða sinna
 
 mega fara frjáls þangað sem maður vill
 vera á ferð og flugi
 
 vera á mikilli hreyfingu, þeytast fram og aftur
 2
 
 hraði
 dæmi: bíllinn kom á mikilli ferð fyrir hornið
  
orðasambönd:
 fá fyrir ferðina
 
 vera refsað fyrir eitthvað
 dæmi: þjófurinn fékk fyrir ferðina eftir ævintýri næturinnar
 hér er á ferðinni <nauðsynleg handbók>
 
 hér er um að ræða nauðsynlega handbók
 dæmi: hér er á ferðinni stórskemmtileg leiksýning
 ráða ferðinni
 
 stjórna einhverju, ákveða hvert stefnan er tekin
 dæmi: ríkisstjórnin ræður ferðinni í efnahagsmálum
 það/nú er alvara á ferðum
 
 ástandið er alvarlegt
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík