Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fást so
 
framburður
 beyging
 form: miðmynd
 1
 
 vera fáanlegt
 dæmi: kertin fást í matvörubúðinni
 dæmi: á markaðinum fæst grænmeti og ávextir
 dæmi: ég leitaði að gúmmístígvélum en þau fengust hvergi
 2
 
 vera fengið, nást
 dæmi: úr deiginu fást um það bil 50 smákökur
 dæmi: lyfið fæst aðeins gegn lyfseðli
 <sjálfstæði landsins> fæst viðurkennt
 <námið> fæst viðurkennt
 
 dæmi: námið fékkst ekki viðurkennt erlendis
 3
 
 fást + til
 
 fást til <þess>
 
 vera fáanlegur, viljugur til þess
 dæmi: börnin fengust ekki til að koma inn
 dæmi: smiðurinn fæst ekki til að gera við þakið
 4
 
 fást + um
 
 fást (ekki) um <þetta>
 
 hugsa ekki um þetta, hafa ekki áhyggjur af þessu
 dæmi: það þýðir ekki að fást um það þótt fluginu seinki
 5
 
 fást + við
 
 fást við <þýðingar>
 
 leggja stund á þýðingar, vera reglulega við þýðingastörf
 dæmi: hann fékkst lengi við söngkennslu í tónlistarskólanum
 
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík