Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fastur lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 skorðaður, sem hreyfist ekki
 dæmi: ég get ekki opnað krukkuna, lokið er fast
 dæmi: bíllinn var fastur í snjónum
 2
 
 sem breytist ekki, stöðugur, reglulegur, ákveðinn
 dæmi: ég er fastur kaupandi að blaðinu
 dæmi: í fyrirtækinu eru fjórir fastir starfsmenn
 dæmi: við höfum ýmsa fasta siði á jólunum
 dæmi: barnabæturnar eru föst fjárhæð
  
orðasambönd:
 fast efni
 
 efni í föstu ástandi (ekki fljótandi eða gufa)
 slá <þessu> föstu
 
 fullyrða þetta, ganga út frá þessu vísu
 taka <hann> fastan
 
 handtaka hann
 taka <viðfangsefnið> föstum tökum
 
 fást við það af alvöru
 vera á föstu með <bekkjarbróður sínum>
 
 vera í ástarsambandi við ...
 vera fastur á fé
 
 vera nískur
 vera fastur á meiningu sinni
 
 vera harður á sinni skoðun
 vera fastur fyrir
 
 vera ákveðinn
 dæmi: hann er fastur fyrir og áreiðanlegur
 vera fastur í sessi
 
 vera óhagganlegur
 dæmi: hún er föst í sessi í stjórn bankans
 <líf okkar> er í föstum skorðum
 
 líf okkar er reglulegt, fylgir reglulegu mynstri
 <reksturinn> stendur föstum fótum
 
 reksturinn er traustur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík