Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fast ao
 
framburður
 af afli
 dæmi: haltu þér fast svo að þú dettir ekki
 fyrir fullt og fast
 
 fyrir fullt og allt, endanlega
 dæmi: hann er hættur afskiptum af stjórnmálum fyrir fullt og fast
 halda fast við <rétt sinn>
 
 standa fast á sínu, gefa ekkert eftir
 sofa fast
 
 sofa djúpum svefni
 standa fast á sínu
 
 gefa ekkert eftir, vera óbifanlegur í kröfum sínum
 dæmi: hún er undir þrýstingi að segja af sér en hún stendur fast á sínu
 sækja þetta fast
 
 vera mjög ákafur um þetta
 dæmi: hún sótti það fast að fá inngöngu í skólann
 vera kominn fast að <fertugu>
 
 vera alveg að nálgast fertugt
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík