Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

farast so info
 
framburður
 beyging
 form: miðmynd
 1
 
 deyja (í slysi eða af völdum ofbeldis)
 dæmi: 20 menn fórust í sprengjuárás
 dæmi: flugvél fórst í fjöllunum
 vera að farast úr <höfuðverk>
 
 dæmi: hann er að farast úr stressi
 2
 
 gamaldags
 frumlag: þágufall
 farast <vel> við <hana>
 
 koma vel fram við hana, reynast henni vel
 dæmi: henni fórst vel við stjúpbörn sín
 3
 
 frumlag: þágufall
 <henni> ferst verkið <vel úr hendi>
 
 hún gerir verkið vel
 dæmi: mér fórst heldur klaufalega við prjónaskapinn
 <honum> farast <vel> orð
 
 hann orðar þetta vel
 4
 
 frumlag: þágufall
 <þér> ferst
 
 þú getur ekki sagt þetta (þar sem þú átt sök)
 dæmi: þér ferst að tala um fordóma annarra
 5
 
 farast á mis
 
 fara hvor framhjá öðrum
 dæmi: þeir ætluðu að hittast á kaffihúsi en fórust á mis
 6
 
 farast fyrir
 
 komast ekki í framkvæmd
 dæmi: það hefur farist fyrir hjá mér að fá tíma hjá tannlækninum
 fara
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík