Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fall no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 það að falla
 dæmi: það er hálfs metra fall niður af tröppunum
 2
 
 málfræði
 form sem m.a. nafnorð stendur í
 3
 
 stærðfræði
 lýsing á tengslum á milli tveggja breyta
  
orðasambönd:
 í besta/versta falli <fæ ég 5 á prófinu>
 
 ef best/verst lætur fæ ég 5 í einkunn
 í öllu falli
 
 þegar á allt er litið, að minnsta kosti
 <stjórnin> riðar til falls
 
 stjórnin er við það að hrynja, falla
 <við komum> með fyrra fallinu
 
 við komum snemma, í tæka tíð
 <montið> varð <honum> að falli
 
 hann fór halloka, beið ósigur vegna montsins
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík